Metabolic Eyjar notar æfingakerfi sem er sérsniðið að þeim sem vilja fjölbreytta, faglega og skemmtilega þjálfun. Í Metabolic bjóðum við upp á það besta úr einkaþjálfunar- og hóptímaheiminum.
Æfingakerfið er íslenskt og er hannað af Helga Jónasi Guðfinnssyni sem er líklega þekktastur fyrir afrek sín á körfuboltavellinum, en síðasta rúmlega áratuginn hefur hann helgað sig þróun á Metabolic æfingakerfinu.
Í kerfinu eru engar tilviljanir, hvorki í upphitun, niðurlagi og allra síst í æfingunum sjálfum. Því Helgi sér til þess að við séum að nota það allra nýjasta úr rannsóknum í heilsurækt hverju sinni.
Við erum ánægð með æfingasvæðið okkar og höfum nóg af plássi til að leika með æfingatækin okkar. Tækjum fjölgar og þau breytast á hverju ári með breyttum þörfum iðkendanna sem styrkjast og vaxa með okkur.
Metabolic í Vestmannaeyjum hóf göngu sína árið 2012 og var starfrækt með hléum og undir ýmsum nöfnum. Fyrst undir stjórn Írisar Sæmundsdóttur, en svo frá árinu 2014 undir stjórn þeirra Þórsteinu Sigurbjörnsdóttur og Minnu Björk Ágústsdóttur.
Haustið 2024 selja Steina og Minna reksturinn í hendur Eyglóar og Dóru Sifjar sem halda starfinu áfram, ásamt Aniku Heru, undir merkjum Metabolic Eyjar.
Hóptímarnir hafa alla tíð farið fram í íþróttasal, ýmist í Týsheimilinu eða Íþróttamiðstöðinni – þar sem starfssemin fer fram nú.
Allir þjálfarar hjá Metabolic Eyjar hafa lokið námi og hlotið viðeigandi þjálfun í starfi.
Stofnandi og ein af eigendum Metabolic Eyjar.
Hennar grunnur er úr jógaheiminum, en hóf að vinna markvisst með hugmyndafræði Metabolic árið 2013.
Einnig stofnandi og eigandi Metabolic Reykjavík.
Stofnandi og ein af eigendum Metabolic Eyjar.
Hún hefur einstaklega gaman af því að þjálfa og hefur reynslu af þjálfun í öllum aldurshópum. Hefur æft íþróttir frá unga aldri og stundað líkamsrækt í mörg ár.
Ein af eigendum Metabolic Eyjar.
Hún leggur mikla áherslu á styrktarþjálfun og er með grunn í lyftingum.
Hefur virkilega gaman af þjálfun og æfingum.
Æfði handbolta þar til áhuginn á líkamsrækt tók alveg yfir.
Hefur mikinn áhuga og ástríðu fyrir þjálfun og heilbrigðum lífsstíl.
Byrjaði að kenna hóptíma árið 2015 og hefur kennt ýmisskonar tíma síðan þá. Þar á meðal buttlift, spinning, core, absolute training o.fl.
.
.