ATH
það er uppselt!

Í almenna tíma og við getum því miður ekki tekið við nýliðum í prufutíma. 

Það er biðlisti fyrir alla þá sem hafa áhuga og vilja prófa. 

Takk fyrir áhugann á að æfa hjá Metó!

Eins og er getum við ekki tekið við fleiri iðkendum. Um leið og einhver hættir í áskrift, þá bjóðum við efsta nafni á biðlista að fá plássið í staðinn.

Skráðu þig á biðlistann til að eiga möguleika á plássi. 

Við getum ekki tekið við nýliðum í prufutíma. Skráðu þig á biðlistann og þegar kemur að þér, þá prófar þú. 

Metabolic 1-3

Þetta er stóri hóptíminn okkar í þremur erfiðleikastigum. Þú velur erfiðleikastig eftir þínu dagsformi hverju sinni. Allir tímar eru í sömu áherslu sama daginn, en áherslur eru mismunandi á milli daga.

Áhersla í tímum

Tímarnir eru ýmist með áherslu á þol-, kraft- eða styrktarþjálfun.Mismunandi áherslur eru á milli daga og farið er í þær allar yfir æfingavikuna.

Mömmur

Mömmunámskeið eru opin mæðrum með ung börn. Við keyrum námskeið í 6 vikur í senn í samstarfi við Önnu Huldu sjúkraþjálfara, sjá meira undir flipanum "áskriftir" efst á síðunni. 

Þjónusta í Metabolic Eyjar

Allir Metabolic tímar eru hóptímar og fara fram í æfingasalnum okkar. 

Allir tímar eru undir stjórn þjálfara sem stýrir tímanum allt frá upphitun í niðurlag. 

Þjálfarinn stjórnar sameiginlegri upphitun fyrir allan hópinn og fer svo yfir æfingar dagsins með útskýringum. 

Að æfingu lokinni leiðir þjálfarinn svo lokaæfingu sem við köllum Finisher þar sem iðkendur fá síðustu (og stundum erfiðustu) áskorun tímans. 

Fyrir utan opnu hóptímana bjóðum við upp á mömmunámskeið. 

Afhverju þú ættir að velja metabolic Eyjar

Framúrskarandi þjónusta

Hjá okkur starfa einstaklingar sem hafa ástríðu fyrir þínum markmiðum. Við notum einungis hágæða búnað í þjálfun hjá okkur og erum alltaf að fjölga leiktækjum í salnum.

Hágæða æfingakerfi

Við vinnum með hágæða æfingakerfi með vísindalegan bakgrunn. Það eru engar tilviljanir í kerfinu, hvorki í æfingavali né uppröðun.

samfélag iðkenda

Við viljum að þú upplifir þig sem hluta af samfélaginu okkar. Þannig áttu ekki að þurfa að stóla á einn vin eða vinkonu til að fara með þér á æfingu.